Andstæðingar landsleikjahléa taka gleði sína á ný

Ekki fleiri óspennandi landsleikir í nokkra mánuði. Úr leik Ungverjalands …
Ekki fleiri óspennandi landsleikir í nokkra mánuði. Úr leik Ungverjalands og San Marínó um síðustu helgi. AFP

Á dimmum vetrardegi er fátt sem jafnast á við það að setjast niður í sófann, fá sér snakk og jafnvel drykk með og horfa á enska boltann. Ég tala nú ekki um þegar liðið sem maður elskar og dáir er að spila.

Því miður er það svo að u.þ.b. eina helgi í mánuði frá september og fram í nóvember er maður svikinn um þá gleði. Enginn enskur fótbolti – bara svartnætti, kuldi og... landsleikir.

Landsleikjahléin voru skemmtileg þegar Ísland var í baráttunni um að komast á stórmót. Maður meira að segja beið hreinlega spenntur eftir þeim. Það var alveg sama hvaða stórþjóð kom í heimsókn á Laugardalsvöll, við töldum okkur alltaf eiga séns.

Nú er öldin önnur. Lægð er yfir íslenska karlalandsliðinu og lítil stemning í þjóðfélaginu. Meira að segja gengur erfiðlega að fá fólk til að mæta á völlinn. Allt er þetta háð góðum úrslitum og hefur gengið erfiðlega að ná í þau undanfarið. 

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert