Fáránlegur leikur á Anfield (myndskeið)

„Ég hugsa alltaf um fernuna hans Andrey Arshavin þegar fólk talar um leiki Liverpool og Arsenal,“ sagði Matt Holland, einn af sérfræðingum ensku úrvalsdeildarinnar og fyrrverandi leikmaður West Ham og Charlton.

Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun á Anfield í Liverpool.

Arshavin lék með Arsenal frá 2009 til ársins 2013 og er hvað þekktastur fyrir að skora öll fjögur mörk Arsenal þegar liðið heimsótti Liverpool hinn 29. apríl árið 2009.

„Þetta var fáránlegur leikur en ég get satt best að segja ekki útskýrt af hverju við fáum alltaf mikið af mörkum þegar þessi lið mætast. Kannski af því að bæði lið hafa iðulega verið með frábæra sóknarmenn innan sinna raða,“ bætti Holland við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert