Fyrirgefðu mér Salah (myndaskeið)

Mohamed Salah hefur verið frábær fyrir enska knattspyrnufélagið Liverpool það sem af er tímabili.

Salah hefur raðað inn mörkunum í upphafi tímabils og er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeidlarinnar með tíu mörk í ellefu leikjum.

Egypski sóknarmaðurinn skoraði frábært mark í 2:2-jafntefli gegn Manchester City á Anfield 3. október og svo aftur gegn Watford á Vicarage Road, 16. október.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var beðinn um að velja sitt uppáhalds mark með leikmanninum á tímabilinu en hann átti erfitt með að velja.

„Fyrirgefðu mér Salah! Því miður get ég ekki gert upp á milli markanna gegn City og Watford,“ sagði Klopp.

„Það hefði verið frábært ef markið hans gegn City hefði verið sigurmark en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Klopp meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert