Liverpool fær Skytturnar í heimsókn

Fjöldi frábærra leikja verður á dagskrá þegar enska úrvalsdeildin í knattspyrnu karla snýr aftur eftir landsleikjahlé um helgina.

Þar ber hæst að nefna viðureign Liverpool og Arsenal.

Von er á athyglisverðri viðureign þar sem Liverpool hefur verið að leka inn mörkum undanfarið á meðan Arsenal er heitasta lið deildarinnar um þessar mundir. Þá er alltaf nóg af mörkum í viðureignum þessara liða.

Helgin hefst á viðureign Leicester City og Chelsea í hádeginu á laugardag og þá taka við sex leikir klukkan 15.

Síðdegisleikurinn á laugardeginum er svo viðureign Liverpool og Skyttnanna.

Á sunnudeginum fara svo fram tveir flottir leikir; Manchester City og Everton mætast í grannaslag og Tottenham Hotspur fær Leeds United í heimsókn.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, fer yfir dagskrá helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í myndskeiðinu hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert