Sá besti í heiminum í dag (myndskeið)

„Mohamed Salah er besti leikmaður heims í dag,“ sagði Matt Holland, einn af sérfræðingum ensku úrvalsdeildarinnar og fyrrverandi leikmaður West Ham og Charlton.

Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun kemur á Anfield í Liverpool.

Salah hefur verið í miklu stuði á tímabilinu og er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með tíu mörk í ellefu leikjum.

„Þegar að þú spilar á móti Liverpool þá sækja þeir að þér úr öllum áttum,“ sagði Holland.

„Salah er í frábæru formi og Sadio Mané nálgast sitt besta líka. Arsenal hefur hins vegar á að skipa frábærum leikmönnum líka og Emile Smith-Rowe hefur staðið upp úr hjá þeim á tímabilinu að mínu mati,“ sagði Holland meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert