Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Ipswich Town og Charlton Athletic í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, telur að Liverpool muni bregðast við tapi gegn West Ham United í síðustu umferð með því að skáka Arsenal í stórslag helgarinnar.
Arsenal hefur verið á frábæru skriði að undanförnu en Holland telur þó að Liverpool muni reynast of stór biti þegar liðin mætast á Anfield klukkan 17.30 á morgun.
Spá hans í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikur Liverpool og Arsenal verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport klukkan 17.30 á laugardag. Upphitun hefst hálftíma fyrr.