„Arsenal er á réttri leið“ (myndskeið)

Matt Holland, fyrrum leikmaður Ipswich og Charlton hitar upp fyrir stórleik dagsins þegar Liverpool fær Arsenal í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

„Það eru nokkrar ástæður fyrir því að gengi Arsenal hefur batnað. Aaron Ramsdale í markinu hefur verið frábær, Ben White og Gabriel í miðvarðarstöðunum, Aubameyang og Lacazette að spila saman og Saka og Smith-Rowe að spila vel. Ég er ekki ennþá alveg sannfærður með þá en mér finnst þeir vera að ná því besta út úr leikmannahópnum.“

„Þetta gerist ekki á einni nóttu, þetta mun taka tíma. Þeir þurfa að bæta sig ennþá meira ef þeir ætla að komast nálægt liðum eins og Liverpool og Manchester City. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn held ég að það verði rosalega erfitt fyrir þá að ná fjórða sætinu.“

Það sem Holland hafði að segja um Arsenal má sjá í heild sinni hér að ofan.

Leikur Liverpool og Arsenal verður sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert