Matt Holland, fyrrum leikmaður Ipswich og Charlton hitar upp fyrir stórleik dagsins þegar Liverpool fær Arsenal í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn West Ham.
„Ég held að margir hafi afskrifað Liverpool í upphafi tímabilsins vegna þess hve lítil breiddin í hópnum þeirra er. Þeir þurfa að gleyma tapinu gegn West Ham og horfa áfram veginn aftur.“
Arsenal byrjuðu tímabilið illa en hafa verið á góðu skriði undanfarið. Þeir eru nú komnir upp í fimmta sæti deildarinnar, einu sæti neðar en Liverpool með tveimur stigum minna.
„Mikel Arteta hefur gert frábærlega. Arsenal var í basli en hann sá hverju þurfti að breyta. Ég er ekki viss um að þeir séu nægilega góðir til að enda í fjórða sæti ennþá en Arteta hefur gert mjög vel.“
Það sem Matt Holland sagði fyrir leikinn má sjá í heild sinni hér að ofan.
Leikur Liverpool og Arsenal verður sýndur beint á Síminn Sport.