„Það kemur mér ekkert á óvart að hann hafi slegið þetta met,“ segir Ian Wright fyrrum leikmaður Arsenal um Mohamed Salah leikmann Liverpool. Salah er nú markahæsti Afríkumaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.
„Ég sá hann fyrst spila í 6:0 sigri Chelsea á Arsenal. Hann kom inn á og skoraði sjötta markið. Tímabilið sem hann skorar 31 mark í deildinni lét mann sjá að þarna væri alvöru leikmaður á ferð. Hann er enn betri núna en á því tímabili.“
Það sem Ian Wright hafði að segja um Mo Salah má sjá í heild sinni hér að ofan.
Leikur Liverpool og Arsenal verður sýndur beint á Síminn Sport.