Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley í dag en liðið mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þar með mun hann leika sinn 150. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
Jóhann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Burnley árið 2016 og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í nóvember sama ár. Í janúar á þessu ári skrifaði hann undir framlengingu á samningi sínum svo hann er samningsbundinn félaginu til 2023.
Burnley er í 18. sæti deildarinnar með átta stig eftir 11 leiki. Liðið hefur verið í vandræðum það sem af er tímabili og hefur einungis unnið einn leik. Mótherjar þeirra í dag, Crystal Palace, eru í 10. sæti deildarinnar með 15 stig.