Sex marka veisla í Newcastle (myndskeið)

Það vantaði ekki fjörið þegar Newcastle og Brentford mættust á heimavelli fyrrnefnda liðsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Að lokum skoruðu bæði liðin þrjú mörk og skiptu með sér stigunum í fjörugum og skemmtilegum leik. Newcastle er enn án sigurs í deildinni, en leikurinn var sá fyrsti eftir að Steve Bruce var látinn fara frá félaginu. 

Nýi stjórinn Eddie Howe var hinsvegar ekki á hliðarlínunni þar sem hann greindist með kórónuveiruna í vikunni. 

Svipmyndir úr leiknum fjörlega má sjá hér fyrir neðan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert