Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í dag.
Liverpool er með 22 stig í fjórða sæti deildarinnar á meðan Arsenal er í fimmta sætinu með 20 stig.
Bæði lið hafa spilað vel á tímabilinu til þessa en sóknarleikurinn er iðulega í hávegum hafður þegar þessi tvö lið mætast.
Liverpool vann báða leiki liðanna í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, 3:1 á Anfield, og 3:0 á Emirates-vellinum í London.