Manchester United fékk stóran 1:4-skell á útivelli gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Watford var sterkari aðilinn stóran hluta leiks og vann sanngjarnan þriggja marka sigur. Í stöðunni 2:1 fékk Harry Maguire rautt spjald hjá United og Watford gekk á lagið og bætti við tveimur mörkum í uppbótartíma.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.