Eitt af mörkum tímabilsins í Manchester (myndskeið)

Raheem Sterling skoraði eitt af mörkum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er Manchester City vann öruggan 3:0-sigur á Everton í dag. 

Sterling skoraði með fallegu skoti á lofti á 44. mínútu eftir stórkostlega sendingu frá João Cancelo. Rodri skoraði annað afar fallegt mark á 55. mínútu og Bernardo Silva gulltryggði 3:0-sigur á 86.mínútu. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert