Ole Gunnar Solskjær var leystur frá störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í dag eftir erfitt gengi undanfarið.
Solskjær ber þó engan kala til félagsins enda fór hann í sérstakt kveðjuviðtal eftir að honum var tilkynnt að störfum hans hjá því væri lokið.
„Þetta er ekki fyrir alla. Ég fékk þetta tækifæri og það var heiður og forréttindi að hafa verið treyst fyrir því að fara með liðið á næsta stig. Ég vona innilega að ég skilji við liðið í betra ástandi en þegar ég tók við.
Ég hef eignast frábæra vini og hef endurnýjað kynnin við nokkra frábæra vini. Nýtt starfsfólk hefur komið inn sem hafa orðið mjög góðir vinir mínir. Hitt starfsfólkið sem var þegar ég var hérna sem leikmaður, við erum góðir vinir og höfum tengst vel.
Þetta er það sem þetta snýst um hjá félagi sem þessu, sem er með svona áhangendur. Þeir hafa verið stórkostlegir,“ sagði Solskjær og vottaði þá fyrir vætu í augum hans. „Frá fyrsta degi hjá Cardiff allt til síðasta dagsins í dag. Þeir voru frábærir og við sjáumst aftur,“ bætti hann við.
Bút úr viðtalinu við Solskjær má sjá í spilaranum hér að ofan.