Hjartnæm kveðja frá Ronaldo

Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo ræða saman.
Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo ræða saman. AFP

Cristiano Ronaldo hefur sent Ole Gunnari Solskjær hjartnæma kveðju eftir að sá síðarnefndi var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Manchester United í gær.

„Hann var samherji minn í framlínunni þegar ég kom fyrst á Old Trafford og hann hefur verið þjálfarinn minn síðan ég sneri aftur til Manchester United. En Ole er fyrst og fremst einstök manneskja. Ég óska honum alls hins besta í sínu lífi, hvað sem gerist. Gangi þér allt í haginn, kæri vinur. Þú átt það skilið,“ skrifaði Ronaldo á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert