Cristiano Ronaldo hefur sent Ole Gunnari Solskjær hjartnæma kveðju eftir að sá síðarnefndi var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Manchester United í gær.
„Hann var samherji minn í framlínunni þegar ég kom fyrst á Old Trafford og hann hefur verið þjálfarinn minn síðan ég sneri aftur til Manchester United. En Ole er fyrst og fremst einstök manneskja. Ég óska honum alls hins besta í sínu lífi, hvað sem gerist. Gangi þér allt í haginn, kæri vinur. Þú átt það skilið,“ skrifaði Ronaldo á Instagram.