Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir er í liði umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir góða frammistöðu með West Ham gegn Tottenham um nýliðna helgi.
Leiknum lauk með 1:0-heimasigri West Ham í Dagenham en Dagný skoraði sigurmark leiksins á 69. mínútu.
Þetta var hennar annað mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í sjö leikjum en hún hefur byrjað sex leiki í deildinni það sem af er tímabili.
West Ham er í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig eftir átta umferðir, 10 stigum minna en topplið Arsenal.
The #BarclaysFAWSL Team of the Week ⭐️
— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 22, 2021
Chosen by @_CSK9 📝
Who was your standout performer in Gameweek Eight? pic.twitter.com/Y4PI2hY6LB