Þetta er okkur öllum að kenna

Bruno Fernandes og Ole Gunnar Solskjær.
Bruno Fernandes og Ole Gunnar Solskjær. AFP

Bruno Fernandes, portúgalski knattspyrnumaðurinn hjá Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær, sem nú hefur verið sagt upp störfum, beri ekki einn ábyrgðina á slæmri stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

„Staðan sem við erum í er okkur öllum að kenna og miðað við allt sem þú hefur gert fyrir mig verður aldrei nóg fyrir mig að segja bara takk. En ég er afar þakklátur fyrir að þú skyldir hafa  trú á mér og gefa mér tækifæri til að spila fyrir þetta félag. Ég óska þér og fjölskyldu þinni alls hins besta," skrifaði Fernandes á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert