Steve Bruce, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, vill taka við enska úrvalsdeildarliðinu. Það er Sportsmail sem greinir frá þessu.
Bruce, sem er sextugur, var rekinn sem knattspyrnustjóri Newcastle á dögunum eftir tvö ár í starfi.
Varnarmaðurinn fyrrverandi lék með United á árunum 1987 til ársins 1996 og varð þrívegis Englandsmeistari með liðinu og þrívegis bikarmeistari.
Hann hefur stýrt liðum á borð við Wigan, Cyrstal Palace, Birmingham, Sunderland, Hull og Aston Villa á stjóraferli sínum.
Ole Gunnar Solskjær var rekinn sem stjóri United í gær og er félagið því í leit að nýjum stjóra en Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru sagðir efstir á blaði hjá forráðamönnum félagsins um að taka við liðinu.