BBC heldur því fram að Manchester United hafi sett sig í samband við Frakkann Zinedine Zidane vegna knattspyrnustjórastarfsins sem nú er laust.
BBC segist jafnframt hafa heimildir fyrir því að Zidane hafi ekki áhuga á að gerast knattspyrnustjóri Manchester United. Alla vega ekki að svo stöddu.
Zidane lék í Frakklandi, á Ítalíu og á Spáni á leikmannaferlinum og stýrði síðar Real Madríd með frábærum árangri.
Ýmis nöfn eru orðuð við United í breskum fjölmiðlum þennan morguninn eins og gengur. Laurent Blanc, Mauricio Pochettino og Erik ten Hag eru til dæmis nefndir til sögunnar.