Bíða og sjá hvort Chilwell þurfi aðgerð

Ben Chilwell fagnar marki með Chelsea í síðasta mánuði.
Ben Chilwell fagnar marki með Chelsea í síðasta mánuði. AFP

Ben Chilwell verður frá í sex vikur hið minnsta eftir að hafa meiðst á krossbandi í hnéi í 4:0 sigri Chelsea á Juventus í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði á blaðamannafundi í dag að liðið muni fara sér að engu óðslega þegar kæmi að Chilwell og að það kæmi í ljós að sex viknum liðnum hvort hann muni þurfa á aðgerð að halda.

Fari svo er tímabili Chilwell að öllum líkindum lokið. Tuchel kvaðst þó bjartsýnn á að hann myndi ekki þurfa á aðgerð að halda og gæti því spilað fyrir Chelsea aftur á nýju ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert