Fjöldi athyglisverðra leikja fer fram þegar 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla hefst í hádeginu á morgun.
Stærsti leikur helgarinnar verður án efa leikur toppliðs Chelsea gegn Manchester United, en hann fer fram klukkan 16:30 á sunnudag.
Helgin hefst á hádegisleik Arsenal gegn botnliði Newcastle United á morgun og í kjölfarið kemur Southampton í heimsókn til Liverpool klukkan 15.
Fimm leikir fara fram á laugardeginum og aðrir fimm á sunnudeginum.
Ásamt áðurnefndum stórleik helgarinnar mætast Manchester City og West Ham United í hörkuslag á sunnudeginum.
Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, fer yfir 13. umferðina í spilaranum hér að ofan.