Brighton nýtti ekki færin gegn Leeds (myndskeið)

Brighton og Leeds gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Brighton var sterkari aðilinn stærstan hluta leiks og fékk nokkur mjög góð færi til að skora, en sóknarmönnum mistókst nokkrum sinnum illa í góðum færum. Þá átti Ilan Meslier í marki Leeds góðan leik.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert