Brighton upp fyrir Man. Utd

Tyler Roberts var nálægt því að skora sigurmark fyrir Leeds.
Tyler Roberts var nálægt því að skora sigurmark fyrir Leeds. AFP

Brighton fór upp fyrir Manchester United og upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með markalausu jafntefli á heimavelli gegn Leeds í lokaleik dagsins.

Brighton var töluvert sterkari aðilinn stærstan hluta leiks og fékk mörg góð tækifæri til að skora. Neal Maupay fékk tvö úrvalsfæri í fyrri hálfleik en hitti ekki á markið á meðan Leandro Trossard átti hörkuskot sem Illan Meslier í marki Leeds varði glæsilega í stöngina.

Heimamenn voru áfram sterkari í seinni hálfleik og varamaðurinn Solly March var nálægt því að skora þegar hann skaut í stöng í lokin. Tyler Roberts, varamaður Leeds, fékk tvö fín færi til að skora sigurmark Leeds tíu mínútum fyrir leikslok en Robert Sánchez í marki Brighton varði vel.

Brighton er í áttuna sæti með átján stig, þrátt fyrir að hafa leikið átta leiki í röð án þess að fagna sigri. Leeds er í 17. sæti, einu sæti og þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert