Chelsea mun hafa nauman sigur

Andy Townsend, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, Middlesbrough og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, telur að topplið Chelsea muni hafa betur þegar Manchester United kemur í heimsókn á Stamford Bridge í deildinni á sunnudag.

„Ég spái Chelsea sigri. Þeir eru á heimavelli, það er búist við því að þeir klári þetta og það er svo erfitt að sigra þá,“ sagði Townsend meðal annars.

Spá hans fyrir leikinn, sem verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport klukkan 16:30 á sunnudag, má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert