Matt Targett og John McGinn sáu um að gera mörk Aston Villa í 2:1-útisigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Marc Guéhi minnkaði muninn fyrir Palace í uppbótartíma.
Villa hefur unnið báða leiki sína eftir að Steven Gerrard tók við liðinu af Dean Smith á dögunum, en Gerrard gerði góða hluti með Rangers í Skotlandi áður en hann tók við Villa.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.