Hvað fór úrskeiðis hjá Solskjær?

Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Ipswich Town og Charlton Athletic í ensku úrvalsdeildinni, segir að vandræði Oles Gunnars Solskjærs, sem var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United um síðustu helgi, megi að hluta rekja til þess að hann hafi ekki vitað nákvæmlega hvernig liðið ætti að spila.

„Ole átti í nokkrum vandræðum á tímabilinu þegar kom að því að reyna að koma öllum stjörnunum í byrjunarliðið og að reyna að finna þann leikstíl sem hentar þeim leikmönnum sem hann hafði til umráða. En þegar litið er til toppliðanna þá veistu hvernig þau munu spila.

Maður lítur á United og er ekki alveg viss hvað þeir eru. Eru þeir lið sem beitir skyndisóknum, eru þeir lið sem vill pressa, eru þeir lið sem liggur til baka? Maður er ekki fyllilega viss hver hugmyndafræðin er,“ sagði Holland.

Í spilaranum hér að ofan má sjá Holland fara nánar yfir ástæður þess að Solskjær missti starfið hjá United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert