Diogo Jota átti góðan leik fyrir Liverpool í sannfærandi 4:0-sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Portúgalinn skoraði tvö fyrstu mörkin og komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta við þriðja markinu. Thiago og Virgil van Dijk bættu við mörkum í afar öruggum sigri.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.