Leeds endurheimtir lykilmenn

Raphinha er einn lykilmanna Leeds.
Raphinha er einn lykilmanna Leeds. AFP

Enska knattspyrnufélagið Leeds United mun endurheimta tvo lykilmanna sinna, brasilíska vængmanninn Raphinha og spænska sóknarmanninn Rodrigo, fyrir leik liðsins á útivelli gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Raphinha missti af síðasta leik, 1:2-tapi gegn Tottenham Hotspur, vegna veikinda og Rodrigo var þá að glíma við meiðsli.

Leikmannahópur Leeds er með þeim smæstu í deildinni og því stór skörð sem þarf að fylla þegar lykilmenn meiðast.

Endurkoma tvímenninganna er því kærkomin fyrir liðið, sem hefur átt í erfiðleikum á tímabilinu og er rétt fyrir ofan fallsæti.

Fyrirliðinn Luke Ayling, Patrick Bamford og Robin Koch eru ennþá meiddir en Ayling nálgast þó endurkomu.

Leikur Brighton og Leeds hefst klukkan 17:30 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert