Markvörðurinn kom Úlfunum til bjargar (myndskeið)

Portúgalski markvörðurinn José Sá var maður leiksins er hann og liðsfélagar hans hjá Wolves mættu Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Urðu lokatölur 0:0.

Sá varði nokkrum sinnum virkilega vel, en besta varslan kom í seinni hálfleik er Teemu Pukki slapp einn inn fyrir.

Vörslurnar og önnur tilþrif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert