Everton í miklu basli (myndskeið)

Everton lék sinn sjöunda leik í röð án þess að fagna sigri í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er liðið tapaði fyrir nýliðum Brentford á útivelli, 0:1. 

Ivan Toney skoraði sigurmarkið er hann skoraði af öryggi af vítapunktinum á 24. mínútu og nægði það nýliðunum til sigurs. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert