Jafnt í stórleiknum í Lundúnum

Bruno Fernandes og Jorginho eigast við í dag.
Bruno Fernandes og Jorginho eigast við í dag. AFP

Chelsea og Manchester United skildu jöfn á Stamford Bridge, 1:1, í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Chelsea var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fékk fjölmörg tækifæri til að skora. David De Gea stóð hinsvegar vaktina vel í marki Chelsea og bjargaði nokkrum sinnum virkilega vel og var staðan í hálfleik 0:0.

Heimamenn voru áfram sterkari í upphafi seinni hálfleiks en eftir mistök hjá Jorginho, miðjumanni Chelsea, slapp Jadon Sancho einn í gegn á 50. mínútu og skoraði gegn gangi leiksins.

Chelsea hélt áfram að sækja og jókst pressan jafnt og þétt. Það skilaði sér í marki á 69. mínútu er Aaron Wan-Bissaka braut á Thiago Silva innan teigs. Jorginho fór á punktinn, skoraði af öryggi, og bætti upp fyrir mistökin sem kostaði mark hinum megin.

Eftir markið var Chelsea töluvert líklegra til að skora og Antonio Rüdiger fékk úrvalsfæri til að tryggja heimaliðinu stigin tvö í blálokin en hann skaut yfir úr ákjósanlegu færi. Skiptu liðin því með sér stigunum.

Chelsea er áfram í toppsætinu, nú með 30 stig, og United er í áttunda sæti með 18 stig.

Chelsea 1:1 Man. Utd opna loka
90. mín. Cristiano Ronaldo (Man. Utd) fær gult spjald Fyrir einhver leiðindi. Tuðar lengi í dómaranum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert