Markaveisla í Leicester (myndskeið)

Leicester vann 4:2-sigur á Watford á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

James Maddison var í miklu stuði fyrir Leicester en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö á Jamie Vardy. Ademola Lookman komst einnig á blað. Josh King og Emmanuel Dennis skoruðu mörk Watford í miklum markaleik.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert