„Ég held að rígurinn á milli Chelsea og United sé ekkert að fara að minnka þó United eigi í erfiðleikum í augnablikinu.“
Þetta sagði Andy Townsend, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, Middlesbrough og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, um þann mikla ríg sem hefur verið á milli Chelsea og Manchester United allt frá því að José Mourinho kom sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildinni og stýrði liðinu til sigurs á sínu fyrsta tímabili í henni tímabilið 2004/2005.
Í spilaranum hér að ofan má sjá Townsend fara nánar í saumana á rígnum sem ríkir á milli liðanna.
Chelsea fær United í heimsókn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni klukkan 16:30 í dag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hefst upphitun klukkan 16.