Newcastle vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir unnu Burnley 1:0. Callum Wilson gerði eina mark leiksins á 40. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði leikinn fyrir Burnley en var tekinn af velli á 81. mínútu.
Newcastle komst úr botnsæti deildarinnar með sigrinum en eru nú með jafnmörg stig og Burnley og Norwich í fallsætunum þremur. Öll eru þau með 10 stig.
Southampton og Brighton skildu jöfn í suðurstrandarslag í dag. Armando Broja kom Southampton yfir í fyrri hálfleik en Neil Maupay jafnaði metin á áttundu mínútu uppbótartíma. Dramatíkin í hámarki þar.
Eftir þessi úrslit er Brighton í níunda sæti deildarinnar með 20 stig en Southampton í því 14. með 16 stig.