Frá Liverpool til West Ham?

Nathaniel Phillips hefur aðeins byrjað einn leik með Liverpool á …
Nathaniel Phillips hefur aðeins byrjað einn leik með Liverpool á tímabilinu. AFP

Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur áhuga á Nathaniel Phillips, varnarmanni Liverpool. Það er London Evening Standard sem greinir frá þessu.

David Moyes, stjóri West Ham, vill kaupa varnarmann þegar janúarglugginn verður opnaður en þeir Kurt Zouma og Angelo Ogbonna, miðverðir liðsins, eru báðir að glíma við meiðsli.

Phillips, sem er 24 ára gamall, er á eftir þeim Virgil van Dijk, Joel Matip, Ibrahima Konáte og Joe Gomez í goggunarröðinni á Anfield og hefur fengið fá tækifæri með liðinu á tímabilinu.

Liverpool er sagt opið fyrir því að selja varnarmanninn fyrir rétta upphæð en enska félagið vill fá í kringum 12 milljónir punda fyrir miðvörðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert