Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr tók til sinna ráða í gær þegar áhorfandi í leik Chelsea og Juventus í A-riðli Meistaradeildar kvenna hljóp inn á völlinn í leik liðanna í Lundúnum í gær.
Áhorfandinn ætlaði sér að fá mynd af sér með Magdalenu Eriksson, varnarmanni Chelsea, og fékk að ganga óáreittur um völlinn.
Kerr tók sig til og skellti áhorfandanum í grasið og aðstoðaði þannig vallar- og öryggisstarfsmenn að koma honum af velli.
Ástralski sóknarmaðurinn fékk að líta gula spjaldið fyrir athæfið þar sem hún sýndi af sér ofbeldisfulla hegðun á vellinum en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Chelsea er í efsta sæti A-riðil með 11 stig fyrir lokaumferðina og er komið áfram í átta-liða úrslit keppninnar.
Sam Kerr could run through a brick wall I'm not convinced otherwise... pic.twitter.com/J6vQTRXHv6
— Kelsey Trainor (@ktrain_11) December 8, 2021