Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid gerir ráð fyrir því að fá þýska varnarmanninn Antonio Rüdiger frá Chelsea án greiðslu næsta sumar, þegar samningur hans þar rennur út.
Þetta segir The Athletic í dag og þar kemur fram að samkvæmt þeirra heimildum reikni Spánverjarnir með því að Rüdiger geri samkomulag við þá í janúar, þegar honum verður frjálst að ræða við önnur félög.
Rüdiger, sem er 28 ára gamall, kom til Chelsea frá Roma árið 2017 og hefur leikið 110 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. Hann varð Evrópumeistari með liðinu í vor, vann Evrópoudekildina með því 2019 og enska bikarinn 2018 og 2021. Rüdiger er fastamaður í þýska landsliðinu og á 49 landsleiki að baki.