Gerrard tekur pottþétt við Liverpool

Steven Gerrard hefur farið vel af stað með Aston Villa.
Steven Gerrard hefur farið vel af stað með Aston Villa. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er sannfærður um að Steven Gerrard taki við starfi sínu einn daginn. Gerrard mætir með Aston Villa-liðið sitt á Anfield á morgun til að mæta Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn er sá fyrsti sem Gerrard tekur þátt í á Anfield síðan hann yfirgaf félagið sem leikmaður árið 2015. Hann hefur farið vel af stað með Villa og er Klopp sannfærður að Liverpool-goðsögnin stýri liðinu einn daginn, en Gerrard lék yfir 700 leiki með Liverpool á sínum tíma.

„Alveg pottþétt,“ svaraði Klopp, aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort Gerrard yrði einn daginn stjóri Liverpool. „Það er spurning hvort en ekki hvenær. Það verður gott fyrir alla,“ bætti Þjóðverjinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert