Nýliðar Brentford unnu magnaðan 2:1-heimasigur á Watford í fyrsta leik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.
Watford komst yfir á 24. mínútu með marki frá Emmanuel Dennis og var staðan í hálfleik 1:0.
Þannig var hún raunar allt fram að 84. mínútu þegar sænski landsliðsmaðurinn Pontus Jansson jafnaði fyrir Brentford. Heimamenn voru ekki sáttir með eitt stig því Bryan Mbeumo skoraði sigurmarkið úr víti á fimmtu mínútu uppbótartímans.
Brentford er í níunda sæti með 20 stig og Watford í 17. sæti með 13 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.