Mörkin: Svellkaldur á ögurstundu

Bryan Mbeumo tryggði nýliðum Brentford þrjú stig er hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Emmanuel Dennis kom Watford yfir á 24. mínútu en Pontus Jansson jafnaði fyrir Brentford á 84. mínútu. Mbeumo skoraði sigurmarkið úr víti á fimmtu mínútu uppbótartímans.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert