Leik Brighton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram átti að fara á suðurströnd Englands á sunnudaginn hefur verið frestað vegna ástandsins í herbúðum Tottenham.
Leik liðsins gegn Rennes frá Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu sem fram átti að fara í gærkvöld var frestað eftir að átta leikmenn Tottenham og fimm úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna, auk þess sem hluta af æfingasvæði félagsins var lokað.
Áður hafði leik Tottenham við Burnley verið frestað vegna snjókomu og framundan er leikið mjög þétt í ensku úrvalsdeildinni eins og vanalega um jól og áramót.