Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vildi ekki ræða norska framherjann Erling Braut Haaland á blaðamannafundi í dag. Haaland hefur verið orðaður við City síðustu vikur.
Guardiola greip fram í fyrir blaðamanni á fundinum í dag er hann hóf spurningu um Haaland. „Næsta spurning, næsta spurning. Ekki spyrja mig út í þetta því ég mun ekki svara,“ sagði Spánverjinn.
Haaland er einn besti framherji heims í dag, þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Hann hefur verið orðaður við fleiri stór félög á borð við Real Madrid, Barcelona og Bayern München.