Franski knattspyrnumaðurinn Anthony Martial vill yfirgefa Manchester United í janúar. Umboðsmaður sóknarmannsins staðfesti tíðindin við Sky Sports í dag
Martial er ekki sáttur við spilatíma sinn til þessa á leiktíðinni og vill stærra hlutverk hjá öðru félagi.
„Anthony vill yfirgefa félagið í janúar. Hann verður að spila. Hann vill ekki vera áfram í janúar og mun ræða við félagið von bráðar,“ sagði Philippe Lamboley, umboðsmaður Martial, við Sky.
Martial hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og fimm sinnum komið inn á sem varamaður.