Alexandre Lacazette kom Arsenal á bragðið gegn Southampton í 3:0-sigri á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lacazette skoraði fyrsta markið eftir glæsilegan samleik leikmanna Arsenal.
Martin Ödergaard og Gabriel bættu við skallamörkum og innsigluðu afar öruggan sigur Arsenal.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.