Ítalinn Jorginho var hetja Chelsea í ótrúlegum 3:2-heimasigri á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Jorhinho skoraði sigurmarkið úr uppbótartíma úr víti en hann hafði áður komið Chelsea í 2:1, einnig úr víti. Mason Mount skoraði hitt mark Chelsea. Raphinha skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Leeds úr víti og hinn 19 ára Joe Gelhardt jafnaði í 2:2.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.