Manchester United vann í kvöld 1:0-útisigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
United hefur oft spilað betur, en tókst þrátt fyrir það að knýja fram nauman sigur. Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið úr víti á 75. mínútu eftir að Max Aarons togaði hann niður innan teigs.
Norwich fékk fín færi til að jafna en David De Gea átti afar góðan leik í marki United. Hann varði í tvígang mjög vel frá Ozan Kabak, varnarmanni Norwich, og einu sinni virkilega vel frá framherjanum Teemu Pukki.
United er í fimmta sæti deildarinnar með 27 stig á meðan Norwich er í botnsætinu með tíu stig.
Norwich | 0:1 | Man. Utd | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |