Tilþrifin: Rangur dómur í sigurmarki City?

Raheem Sterling tryggði Manchester City 1:0-heimasigur á Wolves með marki úr vítaspyrnu í seinni hálfleik er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Leikmenn Wolves voru allt annað en sáttir við vítaspyrnudóminn enda virtist boltinn fara í síðuna á João Moutinho þegar Jonathan Moss dæmdi hendi og víti.

Moss rak Raúl Jiménez, framherja Wolves, af velli fyrir tvö gul spjöld í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þurftu tíu Úlfar að játa sig sigraða að lokum.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert