Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Manchester United í 1:0-sigrinum á Norwich á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Markið kom úr vítaspyrnu 20 mínútum fyrir leikslok. United þurfti heldur betur að hafa fyrir sigrinum því Norwich skapaði sér nokkur fín færi en David De Gea í marki United lék afar vel.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.