Mo Salah var hetja Liverpool í 1:0-sigrinum á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Steven Gerrard, goðsögn Liverpool, var andstæðingur Liverpool í fyrsta skipti en hann er knattspyrnustjóri Aston Villa.
Salah skoraði sigurmarkið úr víti sem hann náði í sjálfur í verðskulduðum sigri. Liverpool fékk fullt af færum en sóknarmenn liðsins fóru oft illa að ráði sínu.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.